Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:07 Bill Owens, hefur stýrt 60 mínútum frá 2019 en unnið við framleiðslu þáttanna í 25 ár. AP/Chris Pizzello Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira