Engin tengsl milli þolenda og gerenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 18:18 Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að fyrir utan líkamsárás á aðfaranótt laugardags hafi allt gengið vel í Ísafjarðarbæ. Vísir/Vilhelm Karl og kona sem réðust á tvo í Ísafjarðarbæ virðast ekki hafa þekkt þolendurna að sögn yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. Hann segir ekkert benda til þess að um hatursglæp hafi verið að ræða. Frekari yfirheyrslur eru fyrirhugaðar á næstu dögum. Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur. Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um líkamsárásina sem átti sér stað í Ísafjarðarbæ upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags. Upphaflega var greint frá því að veist hefði verið að tveimur til þremur einstaklingum en lögregla hefur nú staðfest að þolendur væru tveir. Lögregla greindi frá því að afleiðingar árásarinnar væru ekki alvarlegar en málið yrði þó tekið föstum tökum. Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu, karli og konu, fóru fram fyrr í dag. Fór af stað atburðarás sem endaði með átökum Fréttastofa ræddi um fimmleytið aftur við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, sem sagði enn eiga eftir að yfirheyra fleiri og ná tali af hugsanlegum vitnum. Að sögn Hlyns virðast þolendur árásarinnar einungis vera tveir en í fyrstu var talið að þeir væru hugsanlega þrír. Hann gat ekki tjáð sig um það hvort tengsl væru á milli þolendanna tveggja. Hins vegar virtust engin tengsl milli vera þolenda og gerenda. Fréttastofu barst ábending um að hugsanlega væri um hatursglæp að ræða en svo virðist ekki vera eftir fyrstu yfirheyrslur. „Eins og staðan er ekkert sem bendir til þess að um hatursglæp sé að ræða,“ sagði Hlynur. „Hittast þarna manneskjur undir áhrifum áfengis og það fer af stað einhver atburðarás sem endar með átökum.“ Á næstu dögum færu fram frekari yfirheyrslur. Þrátt fyrir að vera með meiri mönnun vegna þess fjölda sem er í bænum vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sagði Hlynur að verkefnalega séð væri nokkuð rólegt. „Fyrir utan þetta atvik, hefur allt gengið glimrandi vel, fram að þessu. Og við vonum að það verði áfram,“ sagði Hlynur.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira