Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 20:23 Dómarar eru byrjaðir að deila við Donald Trump og það ekki í fyrsta sinn. Vísir/AP Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira