Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 23:09 Bandaríkjaforseti og háskólasamfélagið bandaríska hafa eldað saman grátt silfur um árabil. AP/Alex Brandon Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag. Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag.
Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira