„Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Lewis Hamilton segir Ferrari bílinn ekki vera vandamálið sem leiddi til þess að hann endaði í níunda sæti í tímatökunni. Jayce Illman/Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur ekki farið vel af stað hjá Ferrari og verður sá níundi af stað í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 síðar í dag. Hann segir bílinn ekki vera vandamálið, hann verði sjálfur að gera betur. Hamilton var næstum því sekúndu lengur en sá sneggsti, Oscar Piastri, í tímatökunni í gær. Carlos Sainz, sem fór til Williams eftir að Hamilton leysti hann af hjá Ferrari, var einnig sneggri en Hamilton í tímatökunni og verður sá áttundi af stað í dag. „Ég er bara ekki að standa mig nógu vel, vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig. Bíllinn er augljóslega nógu góður, sem er gott“ heyrðist Hamilton segja í liðsútvarpi Ferrari eftir tímatökuna. „Þetta er svo sannarlega ekki góð tilfinning. Ég hef engin svör, ég var bara ekki nógu snöggur“ sagði hann svo við blaðamenn. Hamilton endaði í tíunda sæti í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu, vann síðan sprettinn í Kína og virtist vera á beinu brautinni en var dæmdur úr leik í kappakstrinum sjálfum og endaði svo í sjöunda sæti í Japan síðustu helgi, þrettán sekúndum á eftir liðsfélaga sínum LeClerc. Fjallað var um tímatökuna í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og innslagið má sjá hér fyrir ofan. Barein kappaksturinn verður svo í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30. Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton var næstum því sekúndu lengur en sá sneggsti, Oscar Piastri, í tímatökunni í gær. Carlos Sainz, sem fór til Williams eftir að Hamilton leysti hann af hjá Ferrari, var einnig sneggri en Hamilton í tímatökunni og verður sá áttundi af stað í dag. „Ég er bara ekki að standa mig nógu vel, vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig. Bíllinn er augljóslega nógu góður, sem er gott“ heyrðist Hamilton segja í liðsútvarpi Ferrari eftir tímatökuna. „Þetta er svo sannarlega ekki góð tilfinning. Ég hef engin svör, ég var bara ekki nógu snöggur“ sagði hann svo við blaðamenn. Hamilton endaði í tíunda sæti í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu, vann síðan sprettinn í Kína og virtist vera á beinu brautinni en var dæmdur úr leik í kappakstrinum sjálfum og endaði svo í sjöunda sæti í Japan síðustu helgi, þrettán sekúndum á eftir liðsfélaga sínum LeClerc. Fjallað var um tímatökuna í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og innslagið má sjá hér fyrir ofan. Barein kappaksturinn verður svo í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira