Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 23:58 Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli mælir með vorhreingerningu í samböndum eins og á heimilinu. Vísir/Vilhelm Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, segir mikilvægt að skoða vel þau sambönd sem maður á og setja mörk ef þörf er á. Mörk séu leiðbeiningar um þarfir og væntingar í sambandi. Það sé gott að skoða hver nærir og peppar og hvaða sambönd jafnvel sjúgi frá fólki orkuna. Hvort þetta séu jafnvel einstefnusambönd og fólk sé „á sjálfshátíð“ þar sem það talar aðeins um sjálft sig en spyrji ekki um aðra. Ragga ræddi mörk og sambönd í Reykjavík síðdegis í dag. „Stundum þurfum við að setja upp bleika gúmmíhanska, vopna okkur með góðum skrúbb og sjá hvort það séu einhver sambönd þarna sem setja streitukerfið á felguna,“ segir Ragnhildur og að tilfinningar séu alltaf bestu merkin um það hvar þurfi að setja mörk. Upplifi fólk streitu eða kvíða í aðdraganda þess að hitta aðra eða eftir það sé það mögulega merki um að sambandið sé ekki að ganga upp. Hún segir gott fyrir fólk að hugsa þá um næstu skref. Hún mæli ekki endilega með því að fólk hætti endilega að tala saman heldur séu aðrar lausnir til líka. Það sé hægt að minnka sambandið eða breyta sambandinu. Það sé ekkert alltaf þörf á erfiðu samtali heldur geti fólk einfaldlega byrjað á því að setja sín eigin persónulegu mörk. „Ég mun ekki hringja í þessa manneskju að fyrra bragði eða ég mun bara hitta hana í klukkutíma,“ segir Ragnhildur og að þannig geti fólk varið sín eigin mörk og sína eigin orku. Virði fólk ekki þessi mörk þá sé hægt að skoða aðrar nálganir. Strembið þegar um er að ræða nákominn Ragnhildur segir þetta geta orðið strembið þegar um er að ræða einhvern nákominn. Félagsnetið sé eins og laukur. Yst sé fólk sem maður hittir í búðinni, í næsta lagi kunningjar og samstarfsfélagar, svo vinir og koll af kolli. „Í innsta laginu er okkar allra nánasta fjölskylda, maki og fjölskylda, og þar er erfiðast að setja mörk. Þar erum við búin að vera í dýnamík í áratugi og allt í einu erum við að fara að breyta dansinum sem við erum öll búin að dansa. Svo ferð þú að setja mörk og þá verður þú erfiða týpan,“ segir Ragnhildur og að þá verði fólk jafnvel gaslýst og sakað um drama og erfið viðbrögð. Ragnhildur segir að þegar hún spyrji skjólstæðinga sína um það hverjum þeim finnist erfiðast að setja mörk nefni flestir mömmu og tengdamömmu. „Við viljum eiga samband við þetta fólk en við þurfum þá oft að skoða hvernig ég get breytt því hjá mér.“ Hún segir það oft taka fólk dálítinn tíma að átta sig á því þegar dýnamík breytist með þessum hætti en ef sambandið er heilbrigt og eðlilegt þá taki fólk breytingunum og aðlagi sig að þeim. Ekki að reyna að breyta öðrum „Við erum aldrei að reyna að breyta fólki. Það eru ekki mörk,“ segir Ragnhildur og tekur dæmi um tímamörk og að fólk biðji um að það sé látið vita ef einhverjum muni seinka. Þannig sértu ekki að breyta annarri manneskju, sem ef til vill er oft sein, í stundvísa manneskju heldur að segja henni að með þér þá verði hún að vera stundvís. „Mörk eru leiðbeiningar um okkar þarfir og væntingar í samböndum til þess við upplifum öryggi í sambandinu. Ef ég upplifi ekki öryggi í sambandinu þá þarf ég að gera eitthvað í því og tilfinningar eru bestu upplýsingarnar.“ Ragnhildur ræddi einnig í viðtalinu um refsingar í kjölfar þess að fólk setur mörk, eins og þagnarbindindi, og segir það eitt æðsta form refsingar. Það sé að fjarlægja samskipti og sé stjórnunartæki til að þvinga fólk til að gera eitthvað. Hún segir þó skýran mun á þagnarbindindi og að biðja um rými þegar tilfinningar bera mann ofurliði. Ástin og lífið Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Það sé gott að skoða hver nærir og peppar og hvaða sambönd jafnvel sjúgi frá fólki orkuna. Hvort þetta séu jafnvel einstefnusambönd og fólk sé „á sjálfshátíð“ þar sem það talar aðeins um sjálft sig en spyrji ekki um aðra. Ragga ræddi mörk og sambönd í Reykjavík síðdegis í dag. „Stundum þurfum við að setja upp bleika gúmmíhanska, vopna okkur með góðum skrúbb og sjá hvort það séu einhver sambönd þarna sem setja streitukerfið á felguna,“ segir Ragnhildur og að tilfinningar séu alltaf bestu merkin um það hvar þurfi að setja mörk. Upplifi fólk streitu eða kvíða í aðdraganda þess að hitta aðra eða eftir það sé það mögulega merki um að sambandið sé ekki að ganga upp. Hún segir gott fyrir fólk að hugsa þá um næstu skref. Hún mæli ekki endilega með því að fólk hætti endilega að tala saman heldur séu aðrar lausnir til líka. Það sé hægt að minnka sambandið eða breyta sambandinu. Það sé ekkert alltaf þörf á erfiðu samtali heldur geti fólk einfaldlega byrjað á því að setja sín eigin persónulegu mörk. „Ég mun ekki hringja í þessa manneskju að fyrra bragði eða ég mun bara hitta hana í klukkutíma,“ segir Ragnhildur og að þannig geti fólk varið sín eigin mörk og sína eigin orku. Virði fólk ekki þessi mörk þá sé hægt að skoða aðrar nálganir. Strembið þegar um er að ræða nákominn Ragnhildur segir þetta geta orðið strembið þegar um er að ræða einhvern nákominn. Félagsnetið sé eins og laukur. Yst sé fólk sem maður hittir í búðinni, í næsta lagi kunningjar og samstarfsfélagar, svo vinir og koll af kolli. „Í innsta laginu er okkar allra nánasta fjölskylda, maki og fjölskylda, og þar er erfiðast að setja mörk. Þar erum við búin að vera í dýnamík í áratugi og allt í einu erum við að fara að breyta dansinum sem við erum öll búin að dansa. Svo ferð þú að setja mörk og þá verður þú erfiða týpan,“ segir Ragnhildur og að þá verði fólk jafnvel gaslýst og sakað um drama og erfið viðbrögð. Ragnhildur segir að þegar hún spyrji skjólstæðinga sína um það hverjum þeim finnist erfiðast að setja mörk nefni flestir mömmu og tengdamömmu. „Við viljum eiga samband við þetta fólk en við þurfum þá oft að skoða hvernig ég get breytt því hjá mér.“ Hún segir það oft taka fólk dálítinn tíma að átta sig á því þegar dýnamík breytist með þessum hætti en ef sambandið er heilbrigt og eðlilegt þá taki fólk breytingunum og aðlagi sig að þeim. Ekki að reyna að breyta öðrum „Við erum aldrei að reyna að breyta fólki. Það eru ekki mörk,“ segir Ragnhildur og tekur dæmi um tímamörk og að fólk biðji um að það sé látið vita ef einhverjum muni seinka. Þannig sértu ekki að breyta annarri manneskju, sem ef til vill er oft sein, í stundvísa manneskju heldur að segja henni að með þér þá verði hún að vera stundvís. „Mörk eru leiðbeiningar um okkar þarfir og væntingar í samböndum til þess við upplifum öryggi í sambandinu. Ef ég upplifi ekki öryggi í sambandinu þá þarf ég að gera eitthvað í því og tilfinningar eru bestu upplýsingarnar.“ Ragnhildur ræddi einnig í viðtalinu um refsingar í kjölfar þess að fólk setur mörk, eins og þagnarbindindi, og segir það eitt æðsta form refsingar. Það sé að fjarlægja samskipti og sé stjórnunartæki til að þvinga fólk til að gera eitthvað. Hún segir þó skýran mun á þagnarbindindi og að biðja um rými þegar tilfinningar bera mann ofurliði.
Ástin og lífið Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira