Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2025 14:54 Bragi Þór segir að betra sé að fara varlega með það sem hann hugsar. En tveimur dögum eftir jómfrúarræðu hans, sem fjallaði um ófremdarástand undir Súðavíkurhlíð, þá lenti sonur hans þar í bílslysi. vísir/vilhelm Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. „Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“ Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
„Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“
Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41