Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2025 14:46 Rannsókn á málinu er hafin innan frjósemisstofunnar og hefur sömuleiðis verið tilkynnt til eftirlitsaðila. Getty Áströlsk kona hefur óafvitandi fætt barn ókunnugrar konu eftir að starfsmenn frjósemisstofu komu fyrir mistök fósturvísum annarrar konu fyrir í legi hennar. Ástralskir fjölmiðlar segja frá því að ruglingurinn hafi átt sér stað á frjósemisstofunni Monash IVF í Brisbane og að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Fyrir hönd Monash IVF þá vil ég segja að mér þykir sannarlega miður hvað gerst hefur,“ sagði forstjórinn Michael Knaap og bætti við að starfsmenn stofunnar væri niðurbrotnir vegna málsins. Hann segist sannfærður um að einangrað atvik sé að ræða. Frjósemisstofan rataði einnig í fréttir á síðasta ári þegar hún greiddi út jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna í bætur til skjólstæðinga vegna lífvænlegra fósturvísa um sjö hundruð para sem höfðu fyrir mistök verið eyðilagðir. Upp komst um ruglinginn nú í febrúar þegar konan sem fæddi barnið og maki hennar fóru fram á að aðrir fósturvísar þeirra yrðu fluttir á aðra frjósemisstofu. „Í stað þess að finna þann fjölda fósturvísa sem reiknað hafði verið með, þá var einn auka fósturvísir í geymslu,“ sagði talsmaður stofunnar í samtali við ástralska fjölmiðla. Monash IVF hefur nú staðfest að fósturvísir annars skjólstæðings hafi fyrir mistök verið þíddur og komið fyrir í legi konunnar og leitt til fæðingar barns. Rannsókn á málinu er hafin innan frjósemisstofunnar og hefur málið sömuleiðis verið tilkynnt til þar til bærra eftirlitsaðila. Ástralía Frjósemi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar segja frá því að ruglingurinn hafi átt sér stað á frjósemisstofunni Monash IVF í Brisbane og að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Fyrir hönd Monash IVF þá vil ég segja að mér þykir sannarlega miður hvað gerst hefur,“ sagði forstjórinn Michael Knaap og bætti við að starfsmenn stofunnar væri niðurbrotnir vegna málsins. Hann segist sannfærður um að einangrað atvik sé að ræða. Frjósemisstofan rataði einnig í fréttir á síðasta ári þegar hún greiddi út jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna í bætur til skjólstæðinga vegna lífvænlegra fósturvísa um sjö hundruð para sem höfðu fyrir mistök verið eyðilagðir. Upp komst um ruglinginn nú í febrúar þegar konan sem fæddi barnið og maki hennar fóru fram á að aðrir fósturvísar þeirra yrðu fluttir á aðra frjósemisstofu. „Í stað þess að finna þann fjölda fósturvísa sem reiknað hafði verið með, þá var einn auka fósturvísir í geymslu,“ sagði talsmaður stofunnar í samtali við ástralska fjölmiðla. Monash IVF hefur nú staðfest að fósturvísir annars skjólstæðings hafi fyrir mistök verið þíddur og komið fyrir í legi konunnar og leitt til fæðingar barns. Rannsókn á málinu er hafin innan frjósemisstofunnar og hefur málið sömuleiðis verið tilkynnt til þar til bærra eftirlitsaðila.
Ástralía Frjósemi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira