Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Valur Páll Eiríksson skrifar 10. apríl 2025 15:02 Tengdamóðir Hill hringdi á lögregluna og segir hann bæði árásargjarnan og hvatvísan. Rich Storry/Getty Images Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september. NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Sjá meira
Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september.
NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Sjá meira