Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2025 15:53 Harpa Jónsdóttir er framkvæmdastjóri LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins. Aðsend Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins mun ganga að tilboði ríkisins um uppgjör HFF-bréfa, sem mun greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Þann 10. mars síðastliðinn voru lagðar fram tillögur um uppgjör HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Í tillögunum segir meðal annars að í tengslum við uppgjörið muni ríkissjóður gefa út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars verði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs verði gerð upp. Fjármálaráðuneytið hefur boðað til fundar með kröfuhöfum á morgun þar sem kröfuhafar munu greiða atkvæði um tillögurnar. Hljóti tillögurnar samþykki 75 prósenta kröfuhafa munu þær verða bindandi fyrir alla kröfuhafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir. Í fréttatilkynningu frá LSR segir sjóðurinn hafi yfirfarið tillögurnar vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum sjóðfélaga sé best þjónað með því að ganga að tilboðinu. Stjórn LSR hafi því ákveðið á fundi sínum í dag að sjóðurinn muni greiða atkvæði með samþykkt tilboðsins á fundi kröfuhafa á morgun. Lífeyrissjóður Verzlunarmanna greindi einnig frá því í dag að hann muni ganga að tilboði ríkisins. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, sagði aftur á móti í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum að sjóðurinn myndi kjósa gegn tillögunum. Lífeyrissjóðir ÍL-sjóður Tengdar fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. 9. apríl 2025 12:41 Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Þann 10. mars síðastliðinn voru lagðar fram tillögur um uppgjör HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Í tillögunum segir meðal annars að í tengslum við uppgjörið muni ríkissjóður gefa út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars verði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs verði gerð upp. Fjármálaráðuneytið hefur boðað til fundar með kröfuhöfum á morgun þar sem kröfuhafar munu greiða atkvæði um tillögurnar. Hljóti tillögurnar samþykki 75 prósenta kröfuhafa munu þær verða bindandi fyrir alla kröfuhafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir. Í fréttatilkynningu frá LSR segir sjóðurinn hafi yfirfarið tillögurnar vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum sjóðfélaga sé best þjónað með því að ganga að tilboðinu. Stjórn LSR hafi því ákveðið á fundi sínum í dag að sjóðurinn muni greiða atkvæði með samþykkt tilboðsins á fundi kröfuhafa á morgun. Lífeyrissjóður Verzlunarmanna greindi einnig frá því í dag að hann muni ganga að tilboði ríkisins. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, sagði aftur á móti í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum að sjóðurinn myndi kjósa gegn tillögunum.
Lífeyrissjóðir ÍL-sjóður Tengdar fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. 9. apríl 2025 12:41 Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. 9. apríl 2025 12:41
Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54