Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 09:35 Henrik og Liva Ingebrigtsen gengu í hjónaband fyrir sjö árum. instagram-síða livu Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð. Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð.
Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira