Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 15:54 Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl. Vísir/Vilhelm Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem byggir á aflögunargögnum og öðrum upplýsingum. Þar segir að hraði landrisins geti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í síðasta atburði og skjálftavirkni við kvikuganginn haldi áfram en fari minnkandi. „Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023,“ segir í tilkynningunni. Líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum Þó erfitt sé að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar þá sýni reynsla frá fyrri atburðum að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þurfi í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast. „Miðað við þau gögn sem liggja fyrir er ljóst að innflæði kviku undir Svartsengi heldur áfram og er því atburðarásinni á Sundhnúksgígaröðinni ekki lokið. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum,“ segir í tilkynningunni. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59 Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51 Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem byggir á aflögunargögnum og öðrum upplýsingum. Þar segir að hraði landrisins geti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í síðasta atburði og skjálftavirkni við kvikuganginn haldi áfram en fari minnkandi. „Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023,“ segir í tilkynningunni. Líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum Þó erfitt sé að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar þá sýni reynsla frá fyrri atburðum að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þurfi í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast. „Miðað við þau gögn sem liggja fyrir er ljóst að innflæði kviku undir Svartsengi heldur áfram og er því atburðarásinni á Sundhnúksgígaröðinni ekki lokið. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum,“ segir í tilkynningunni. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59 Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51 Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59
Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51
Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54