Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 14:14 Rússneskur hermaður hleður sprengjuvörpu á ónefndum stað í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02