Kattahald Jökull Jörgensen skrifar 8. apríl 2025 10:30 Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kettir Fuglar Dýr Gæludýr Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar