„Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2025 15:31 Páll og Hilmar segja báðir að við séum á rangri leið í skipulagi Reykjavíkur. Arkitekt segir að verið sé að byggja glænýju hverfi borgarinnar fyrir verktakana og fjáreigendurna en ekki íbúana. Byggt er svo þétt að ekki er gert ráð fyrir að íbúar fái fjölskyldu eða vini í heimsókn. Í glænýjum þéttum hverfum borgarinnar eru einungis 70% íbúða með bílastæði og oft hreinlega engin gestastæði þannig að ekki er hægt að fá gesti í heimsókn. Þétting byggðar hjá borginni gengur meðal annars út á að fækka bílum í borginni þannig að fleiri ferðist með strætisvögnum og fari hjólandi og svo með Borgarlínunni þegar og ef hún kemur. Fagaðilar eins og arkitektar og umhverfissálfræðingar hafa gagnrýnt aðferðafræði borgarinnar og kalla eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar í borginni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér málin í síðustu viku. „Við sáum það að borgin er að breytast og það er verið að byggja mikið af mjög stórum húsum sem hafa þau einkenni að vera hönnuð og byggð fyrir fjárfesta og ekki fyrir markaðinn. En fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram. „Hvatinn er því bara að byggja mikið og þétt.“ „Við sjáum það núna þegar þessi verkefni fara af stað, eru byggð og verða að raunveruleika að það er kannski full ástæða til að fara aðeins að staldra við og sjá hvort við séum í raun og veru á þeirri leið sem við viljum. Hvort við séum að skapa það umhverfi og aðstæður sem við viljum vera að skapa. Þetta er svona það sem maður kallar spennitreyjuskipulag,“ segir Páll Jakob Líndal sem er doktor í umhverfissálfræði. „Sveigjanleikinn í umhverfismótuninni er mjög lítill. Þetta er svo frábrugðið því umhverfi sem við þróuðumst í og okkar skynbragð og líkami er hannaður til að vera í,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Borgarlína Skipulag Reykjavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Byggt er svo þétt að ekki er gert ráð fyrir að íbúar fái fjölskyldu eða vini í heimsókn. Í glænýjum þéttum hverfum borgarinnar eru einungis 70% íbúða með bílastæði og oft hreinlega engin gestastæði þannig að ekki er hægt að fá gesti í heimsókn. Þétting byggðar hjá borginni gengur meðal annars út á að fækka bílum í borginni þannig að fleiri ferðist með strætisvögnum og fari hjólandi og svo með Borgarlínunni þegar og ef hún kemur. Fagaðilar eins og arkitektar og umhverfissálfræðingar hafa gagnrýnt aðferðafræði borgarinnar og kalla eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar í borginni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér málin í síðustu viku. „Við sáum það að borgin er að breytast og það er verið að byggja mikið af mjög stórum húsum sem hafa þau einkenni að vera hönnuð og byggð fyrir fjárfesta og ekki fyrir markaðinn. En fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram. „Hvatinn er því bara að byggja mikið og þétt.“ „Við sjáum það núna þegar þessi verkefni fara af stað, eru byggð og verða að raunveruleika að það er kannski full ástæða til að fara aðeins að staldra við og sjá hvort við séum í raun og veru á þeirri leið sem við viljum. Hvort við séum að skapa það umhverfi og aðstæður sem við viljum vera að skapa. Þetta er svona það sem maður kallar spennitreyjuskipulag,“ segir Páll Jakob Líndal sem er doktor í umhverfissálfræði. „Sveigjanleikinn í umhverfismótuninni er mjög lítill. Þetta er svo frábrugðið því umhverfi sem við þróuðumst í og okkar skynbragð og líkami er hannaður til að vera í,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Borgarlína Skipulag Reykjavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira