Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2025 10:46 Trausti Breiðfjörð Magnússon (t.h.) líkir Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, (t.v.) við einræðisherra í aðsendri grein á Vísi. Vísir Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45