Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2025 11:48 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Vísir/Getty Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld. Samkvæmt frétt þýska miðilsins Bild hljóp einn út úr húsinu þar sem líkin fundust þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að birta neinar upplýsingar um þau látnu en samkvæmt frétt Bild var hringt í neyðarlínu klukkan 3:45 að staðartíma. Lögregla heyrði öskur þegar hringt var í neyðalínuna. „Símtal barst í neyðarlínuna í morgun klukkan 3.45 um að ofbeldisfullur glæpur hefði verið framinn á heimili hér í Weitefeld. Samstarfsfólk okkar fann þrjá einstaklinga látna á vettvangi. Þegar við nálguðumst húsið flúði einn. Það er manneskjan sem við erum að leita að,“ segir Jürgen Fachinger, talsmaður lögreglunnar í Weitefeld, í frétt Bild. Þrjú fundust látin í morgun í smábænum. Ekki liggur fyrir hvort fólkið er tengt fjölskylduböndum. Vísir/Getty Atvikið átti sér stað á heimili einnar fjölskyldu. Ekki hefur verið útilokað að sá sem leitað er að búi á heimilinu. „Fórnarlömbin eru tveir karlmenn og ein kona. Það eru merki um að byssu og eggvopni hafi verið beitt,“ segir Fachinger. Stöðva alla bíla Samkvæmt frétt Bild er lögregla á vettvangi og þyrla lögreglunnar notuð til að leita að einstaklingum sem flúðu húsið. Þá hefur lögregla einnig sett upp tálma og leitar í öllum bílum sem fara inn og út úr bænum. Haft er eftir Karl-Heinz Keßle, bæjarstjóra Weitefeld, í frétt Bild að íbúar séu í áfalli. „Þú átt ekki von á einhverju svona. Við erum mjög sorgmædd.“ Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Samkvæmt frétt þýska miðilsins Bild hljóp einn út úr húsinu þar sem líkin fundust þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að birta neinar upplýsingar um þau látnu en samkvæmt frétt Bild var hringt í neyðarlínu klukkan 3:45 að staðartíma. Lögregla heyrði öskur þegar hringt var í neyðalínuna. „Símtal barst í neyðarlínuna í morgun klukkan 3.45 um að ofbeldisfullur glæpur hefði verið framinn á heimili hér í Weitefeld. Samstarfsfólk okkar fann þrjá einstaklinga látna á vettvangi. Þegar við nálguðumst húsið flúði einn. Það er manneskjan sem við erum að leita að,“ segir Jürgen Fachinger, talsmaður lögreglunnar í Weitefeld, í frétt Bild. Þrjú fundust látin í morgun í smábænum. Ekki liggur fyrir hvort fólkið er tengt fjölskylduböndum. Vísir/Getty Atvikið átti sér stað á heimili einnar fjölskyldu. Ekki hefur verið útilokað að sá sem leitað er að búi á heimilinu. „Fórnarlömbin eru tveir karlmenn og ein kona. Það eru merki um að byssu og eggvopni hafi verið beitt,“ segir Fachinger. Stöðva alla bíla Samkvæmt frétt Bild er lögregla á vettvangi og þyrla lögreglunnar notuð til að leita að einstaklingum sem flúðu húsið. Þá hefur lögregla einnig sett upp tálma og leitar í öllum bílum sem fara inn og út úr bænum. Haft er eftir Karl-Heinz Keßle, bæjarstjóra Weitefeld, í frétt Bild að íbúar séu í áfalli. „Þú átt ekki von á einhverju svona. Við erum mjög sorgmædd.“
Þýskaland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira