Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 09:01 Max Verstappen hafði ástæðu til að brosa eftir fyrsta sigur tímabilsins. Hann keyrði frábærlega alla helgina. Getty/Mark Thompson Red Bull maðurinn Max Verstappen vann Japanskappaksturinn í formúlu 1 í nótt en þetta var fyrsti sigur hollenska heimsmeistarans á tímabilinu. Verstappen hafði betur eftir hörkukeppni við McLaren mennina Lando Norris og Oscar Piastri sem báðir höfðu unnið eina keppni hvor fyrr á tímabilinu. Sigurinn heimsmeistarans þýðir að nú er Verstappen aðeins einu stig á eftir Lando Norris í keppni ökumann eftir þrjár fyrstu keppnir tímabilsins. Just ONE POINT separates Lando and Max at the top of the championship 🤏1️⃣ Norris: 62 points2️⃣ Verstappen: 61 points3️⃣ Piastri: 49 points#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/eFj3UszKKC— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Verstappen kann mjög vel við sig á Suzuka brautinni því hann hefur nú unnið þar fjögur ár í röð. Verstappen hélt líka haus undir mikilli pressu. Hann tryggði sér ráspólinn með mögnuðum lokahring í tímatökunni og var síðan með Norris nartandi í hælana á honum alla keppnina. McLaren óttaðist að það yrði erfitt að komast fram úr Verstappen og það varð líka raunin. Það gekk þó mikið á í einu stoppinu þar sem þeir Verstappen og Norris komu inn með aðeins einnar og hálfrar sekúndu millibili. Aðstoðarmenn Norris voru sekúndu sneggri að klára bílinn og þá hófst hörð keppni að komast fyrr út. Verstappen tókst að halda sinni línu og þetta endaði með að Norris keyrði sinn bíl út á gras. Max Verstappen grínaðist með þetta eftir keppnina. „Þetta er ansi dýr sláttuvél,“ sagði Verstappen þegar hann horfði á atvikið með Norris. Hollendingurinn var líka mjög kátur í bílnum rétt eftir að hann kom fyrstur í marki. „Við gefumst aldrei upp og gerum þetta saman. Ótrúlegt. Þvílík helgi fyrir okkur,“ sagði Verstappen. „Þetta var erfitt en það var líka mjög gaman á brautinni. Ég er ótrúlega ánægður. Bílinn var í frábæru formi í dag og það að ná ráspólnum gerði þetta mögulegt. Þetta skiptir mig miklu og það er frábært að geta unnið fyrir Honda í Japan,“ sagði Verstappen. Piastri varð þriðji og Ferrari maðurinn Charles Leclerc náði fjórða sætinu en var samt sextán sekúndum frá verðlaunapallinum. George Russell tók fimmta sætið og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Andrea Kimi Antonelli, varð sjötti. Lewis Hamilton hjá Ferrari var áttundi á ráspól en tókst að hækka sig upp um eitt sæti í það sjöunda. Bringing in the points 🔥Here's your top ten from today's Japanese Grand Prix 🇯🇵#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/PEBox1K0kc— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen hafði betur eftir hörkukeppni við McLaren mennina Lando Norris og Oscar Piastri sem báðir höfðu unnið eina keppni hvor fyrr á tímabilinu. Sigurinn heimsmeistarans þýðir að nú er Verstappen aðeins einu stig á eftir Lando Norris í keppni ökumann eftir þrjár fyrstu keppnir tímabilsins. Just ONE POINT separates Lando and Max at the top of the championship 🤏1️⃣ Norris: 62 points2️⃣ Verstappen: 61 points3️⃣ Piastri: 49 points#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/eFj3UszKKC— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Verstappen kann mjög vel við sig á Suzuka brautinni því hann hefur nú unnið þar fjögur ár í röð. Verstappen hélt líka haus undir mikilli pressu. Hann tryggði sér ráspólinn með mögnuðum lokahring í tímatökunni og var síðan með Norris nartandi í hælana á honum alla keppnina. McLaren óttaðist að það yrði erfitt að komast fram úr Verstappen og það varð líka raunin. Það gekk þó mikið á í einu stoppinu þar sem þeir Verstappen og Norris komu inn með aðeins einnar og hálfrar sekúndu millibili. Aðstoðarmenn Norris voru sekúndu sneggri að klára bílinn og þá hófst hörð keppni að komast fyrr út. Verstappen tókst að halda sinni línu og þetta endaði með að Norris keyrði sinn bíl út á gras. Max Verstappen grínaðist með þetta eftir keppnina. „Þetta er ansi dýr sláttuvél,“ sagði Verstappen þegar hann horfði á atvikið með Norris. Hollendingurinn var líka mjög kátur í bílnum rétt eftir að hann kom fyrstur í marki. „Við gefumst aldrei upp og gerum þetta saman. Ótrúlegt. Þvílík helgi fyrir okkur,“ sagði Verstappen. „Þetta var erfitt en það var líka mjög gaman á brautinni. Ég er ótrúlega ánægður. Bílinn var í frábæru formi í dag og það að ná ráspólnum gerði þetta mögulegt. Þetta skiptir mig miklu og það er frábært að geta unnið fyrir Honda í Japan,“ sagði Verstappen. Piastri varð þriðji og Ferrari maðurinn Charles Leclerc náði fjórða sætinu en var samt sextán sekúndum frá verðlaunapallinum. George Russell tók fimmta sætið og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Andrea Kimi Antonelli, varð sjötti. Lewis Hamilton hjá Ferrari var áttundi á ráspól en tókst að hækka sig upp um eitt sæti í það sjöunda. Bringing in the points 🔥Here's your top ten from today's Japanese Grand Prix 🇯🇵#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/PEBox1K0kc— Formula 1 (@F1) April 6, 2025
Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira