Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 16:04 Jean-Philippe Mateta fagnar hér marki sínu í sigri Crystal Palace í dag. Getty/Sebastian Frej/ Brighton & Hove Albion og Bournemouth töpuðu bæði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrir vikið minnkuðu möguleikar beggja liða á að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor. Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Meistaradeildardraumurinn var kannski fjarlægður hjá þessum spútnikliðum en bæði lið hafa gert magnaða hluti á leiktíðinni og voru fyrir leikinn á fulli í baráttunni um þau fimm sæti sem gefa enskum liðum sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Brighton tapaði á útivelli á móti Crystal Palace en Bournemouth náði að bjarga stigi á útivelli á móti West Ham. Úlfarnir unnu á sama tíma endurkomusigur á Ipswich í sex stiga leik í fallbaráttunni. Tíu leikmenn Crystal Palace unnu 2-1 heimasigur á Brighton. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 1-0 strax á þriðju mínútu en Danny Welbeck jafnaði á 31. mínútu. Daniel Munoz kom Palace aftur yfir á 55. mínútu. Markið lagði Eberechi Eze upp alveg eins og markið hjá Mateta. Crystal Palace var manni færra frá 78. mínútu þegar Edward Nketiah fékk sitt annað gula spjald. Brighton tókst ekki að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að vera manni fleiri. West Ham og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli í London í mjög fjörugum leik. Dagurinn byrjaði vel fyrir Bournemouth þegar Evanilson skoraði á 38. mínútu en Niclas Füllkrug jafnaði metin á 61. mínútu og Jarrod Bowen kom West Ham síðan yfir aðeins sjö mínútum síðar.Evanilson jafnaði metin með sínu öðru marki á 79. mínútu og Bournemouth fékk færi til að tryggja sér sigur. Það tókst ekki og eitt stig á lið varð niðurstaðan.Brighton er í áttunda sæti með 47 stig, þremur stigum frá síðasta Meistaradeidlarsætinu. Bournemouth er tveimur stigum og einu sæti neðar. Crystal Palace komst upp í ellefta sæti með sigrinum en West Ham er í fimmtánda sætinu. Ipswich var lengi í góðum málum en tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves. Liam Delap kom Ipswich i 1-0 á móti Wolves á 16. mínútu og þannig var staðan fram á 72. mínútu þegar Pablo Sarabia jafnaði. Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og fór langt með að fella Ipswich. Sigur Úlfanna, sem sitja í síðasta örugga sætinu, þýðir að þeir eru með tólf stiga forskot á Ipswich sem situr í fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira