Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 10:15 Max Verstappen sýndi í nótt af hverju hann hefur orðið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin ár. Hér fagnar hann mögnuðum lokahring sínum í tímatökunni í Japan. Getty/Kym Illman Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen minnti heldur betur á sig í tímatökunni fyrir Japanskappaksturinn í nótt. Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið. Akstursíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tímatakan var í beinni á Vodafone Sport og það var mikil dramatík þegar Verstappen náði ráspólnum á síðustu stundu. Hér fyrir neðan má horfa á þennan rosalega lokahring. Klippa: Lokahringur Verstappen í tímatökunni í Japan Kristján Einar Kristjánsson, formúlusérfræðingur, átti ekki von á þessum magnaða lokahring frá hollenska heimsmeistaranum. „Það leit aldrei út fyrir að Max ætti einhvern möguleika á að berjast um ráspólinn svona. McLaren menn virtust vera með þetta algjörlega í vasanum en þessi hringur Max var einfaldlega magnaður,“ sagði Kristján Einar. „Það er hvergi að sjá að hann skilji eftir neinn tíma eftir á brautinni og miðað við hvað Red Bull bíllinn hefur verið erfiður við ökumennina í byrjun tímabils þá er nánast óskiljanlegt að hann finni þetta. Hann er að líka að fera það á Suzuka, sem er sennilega sú braut sem ökumenn þurfa mest traust á bílinn til að ná góðum hring. Þetta var ökumanns ráspóll ekki spurning, jafnvel sá besti á ferli Max,“ sagði Kristján. „Það sýnir líka hversu mögnuð keppnin er í byrjun tímabilsins að aðeins fjórir hundraðshlutar úr sekúndu skilja að topp þrjú. Mclaren menn eru með báða bílana sína beint fyrir aftan Max og munu sækja hart að honum frá fyrsta hring á morgun,“ sagði Kristján. Japanskappaksturinn er í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 4.30 í fyrramálið.
Akstursíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira