Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, ræðir við fyrirliðann Bruno Fernandes í leikmannagöngunum á Old Trafford. Getty/Jan Kruger Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir það út í hött að halda því fram að liðið hans geti orðið enskur meistari á næstu leiktíð. Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira