Sjóræningjar réðust á Íslendinga Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:01 Einar og skipsfélagar hans lentu í miklum lífsháska við strendur Kamerún og í lokaþætti af Útkalli rifjar hann upp þessa ótrúlegu reynslu. Stöð 2 „Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson. Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands. Útkall Einu sinni var... Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands.
Útkall Einu sinni var... Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira