„Mótlætið styrkir mann“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 17:31 Andrea Rán í leik með íslenska landsliðinu gegn Sviss á dögunum Vísir/Getty Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira