Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 10:25 Tónlistarmaðurinn Daniil er að gefa út plötu. Aðsend Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Tónlist Rússland Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna)
Tónlist Rússland Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira