„Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2025 10:02 Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrst undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og var svo aðstoðarmaður hans. vísir/ernir Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, hefur ekki teljandi áhyggjur af Víkingi vegna þjálfarabreytinganna. Sölvi Geir Ottesen tók við liðinu af Arnari Gunnlaugssyni sem hafði stýrt því í sex ár. Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Víkingar töpuðu fyrir Blikum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. „Ég hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum. Arnar var duglegur að koma sér í bann og við það myndaðist ákveðin reynsla hjá Sölva. Hann gerði frábæra hluti í þessum tveimur leikjum gegn Panathinaikos. Auðvitað er þetta samt allt öðruvísi, styttra milli leikja og þú hefur ekki allan þennan tíma til að undirbúa einn stóran leik á móti liði eins og Panathinaikos. En hann er búinn að vinna með Arnari öll þessi ár, hlera hann og ég held að hann hafi fengið að hafa sínar skoðanir á hlutunum. Hann er kannski reynslumeiri en fólk gerir sér grein fyrir,“ sagði Albert. Klippa: 2. sæti Víkingur Albert segir að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar í Víkingi sé algjör hvalreki fyrir liðið. „Það er enginn leikmaður með jafn mikil gæði og Gylfi. Hann átti fínt tímabil í fyrra en getur betur en hann kom seint inn. Hann er í hörku standi núna. Við vitum að Sölvi er góður að setja upp föstu leikatriðin og það er enginn sem getur komið með betri bolta fyrir en Gylfi,“ sagði Albert. „Segjandi það, þegar maður horfir til dæmis á Róbert Orra [Þorkelsson], Atla [Þór Jónasson] og Gylfa - ég tek Danna [Hafsteinsson] aðeins út úr þessu - þá eru þeir ekki búnir að spila marga leiki með liðinu. Þetta hefur verið aðeins öðruvísi undirbúningstímabil. Þeir drógu sig út úr Lengjubikarnum. Þeir eru ekki búnir að ná alvöru leikjum með liðinu og fyrstu leikirnir eru inni í Bestu deildinni. Það er ekki bara að Arnar sé farinn. Þetta eru líka Ari [Sigurpálsson], Gísli [Gottskálk Þórðarson] og [Danijel] Djuric; stórir póstar sem eru farnir frá Víkingi frá síðasta tímabili og það eru mögulega fleiri að fara. Þetta verður krefjandi tímabil hjá Víkingum.“ Víkingur fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Víkingar töpuðu fyrir Blikum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. „Ég hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum. Arnar var duglegur að koma sér í bann og við það myndaðist ákveðin reynsla hjá Sölva. Hann gerði frábæra hluti í þessum tveimur leikjum gegn Panathinaikos. Auðvitað er þetta samt allt öðruvísi, styttra milli leikja og þú hefur ekki allan þennan tíma til að undirbúa einn stóran leik á móti liði eins og Panathinaikos. En hann er búinn að vinna með Arnari öll þessi ár, hlera hann og ég held að hann hafi fengið að hafa sínar skoðanir á hlutunum. Hann er kannski reynslumeiri en fólk gerir sér grein fyrir,“ sagði Albert. Klippa: 2. sæti Víkingur Albert segir að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar í Víkingi sé algjör hvalreki fyrir liðið. „Það er enginn leikmaður með jafn mikil gæði og Gylfi. Hann átti fínt tímabil í fyrra en getur betur en hann kom seint inn. Hann er í hörku standi núna. Við vitum að Sölvi er góður að setja upp föstu leikatriðin og það er enginn sem getur komið með betri bolta fyrir en Gylfi,“ sagði Albert. „Segjandi það, þegar maður horfir til dæmis á Róbert Orra [Þorkelsson], Atla [Þór Jónasson] og Gylfa - ég tek Danna [Hafsteinsson] aðeins út úr þessu - þá eru þeir ekki búnir að spila marga leiki með liðinu. Þetta hefur verið aðeins öðruvísi undirbúningstímabil. Þeir drógu sig út úr Lengjubikarnum. Þeir eru ekki búnir að ná alvöru leikjum með liðinu og fyrstu leikirnir eru inni í Bestu deildinni. Það er ekki bara að Arnar sé farinn. Þetta eru líka Ari [Sigurpálsson], Gísli [Gottskálk Þórðarson] og [Danijel] Djuric; stórir póstar sem eru farnir frá Víkingi frá síðasta tímabili og það eru mögulega fleiri að fara. Þetta verður krefjandi tímabil hjá Víkingum.“ Víkingur fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira