„Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2025 10:02 Sölvi Geir Ottesen spilaði fyrst undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og var svo aðstoðarmaður hans. vísir/ernir Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, hefur ekki teljandi áhyggjur af Víkingi vegna þjálfarabreytinganna. Sölvi Geir Ottesen tók við liðinu af Arnari Gunnlaugssyni sem hafði stýrt því í sex ár. Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Víkingar töpuðu fyrir Blikum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. „Ég hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum. Arnar var duglegur að koma sér í bann og við það myndaðist ákveðin reynsla hjá Sölva. Hann gerði frábæra hluti í þessum tveimur leikjum gegn Panathinaikos. Auðvitað er þetta samt allt öðruvísi, styttra milli leikja og þú hefur ekki allan þennan tíma til að undirbúa einn stóran leik á móti liði eins og Panathinaikos. En hann er búinn að vinna með Arnari öll þessi ár, hlera hann og ég held að hann hafi fengið að hafa sínar skoðanir á hlutunum. Hann er kannski reynslumeiri en fólk gerir sér grein fyrir,“ sagði Albert. Klippa: 2. sæti Víkingur Albert segir að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar í Víkingi sé algjör hvalreki fyrir liðið. „Það er enginn leikmaður með jafn mikil gæði og Gylfi. Hann átti fínt tímabil í fyrra en getur betur en hann kom seint inn. Hann er í hörku standi núna. Við vitum að Sölvi er góður að setja upp föstu leikatriðin og það er enginn sem getur komið með betri bolta fyrir en Gylfi,“ sagði Albert. „Segjandi það, þegar maður horfir til dæmis á Róbert Orra [Þorkelsson], Atla [Þór Jónasson] og Gylfa - ég tek Danna [Hafsteinsson] aðeins út úr þessu - þá eru þeir ekki búnir að spila marga leiki með liðinu. Þetta hefur verið aðeins öðruvísi undirbúningstímabil. Þeir drógu sig út úr Lengjubikarnum. Þeir eru ekki búnir að ná alvöru leikjum með liðinu og fyrstu leikirnir eru inni í Bestu deildinni. Það er ekki bara að Arnar sé farinn. Þetta eru líka Ari [Sigurpálsson], Gísli [Gottskálk Þórðarson] og [Danijel] Djuric; stórir póstar sem eru farnir frá Víkingi frá síðasta tímabili og það eru mögulega fleiri að fara. Þetta verður krefjandi tímabil hjá Víkingum.“ Víkingur fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Víkingar töpuðu fyrir Blikum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. „Ég hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum. Arnar var duglegur að koma sér í bann og við það myndaðist ákveðin reynsla hjá Sölva. Hann gerði frábæra hluti í þessum tveimur leikjum gegn Panathinaikos. Auðvitað er þetta samt allt öðruvísi, styttra milli leikja og þú hefur ekki allan þennan tíma til að undirbúa einn stóran leik á móti liði eins og Panathinaikos. En hann er búinn að vinna með Arnari öll þessi ár, hlera hann og ég held að hann hafi fengið að hafa sínar skoðanir á hlutunum. Hann er kannski reynslumeiri en fólk gerir sér grein fyrir,“ sagði Albert. Klippa: 2. sæti Víkingur Albert segir að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar í Víkingi sé algjör hvalreki fyrir liðið. „Það er enginn leikmaður með jafn mikil gæði og Gylfi. Hann átti fínt tímabil í fyrra en getur betur en hann kom seint inn. Hann er í hörku standi núna. Við vitum að Sölvi er góður að setja upp föstu leikatriðin og það er enginn sem getur komið með betri bolta fyrir en Gylfi,“ sagði Albert. „Segjandi það, þegar maður horfir til dæmis á Róbert Orra [Þorkelsson], Atla [Þór Jónasson] og Gylfa - ég tek Danna [Hafsteinsson] aðeins út úr þessu - þá eru þeir ekki búnir að spila marga leiki með liðinu. Þetta hefur verið aðeins öðruvísi undirbúningstímabil. Þeir drógu sig út úr Lengjubikarnum. Þeir eru ekki búnir að ná alvöru leikjum með liðinu og fyrstu leikirnir eru inni í Bestu deildinni. Það er ekki bara að Arnar sé farinn. Þetta eru líka Ari [Sigurpálsson], Gísli [Gottskálk Þórðarson] og [Danijel] Djuric; stórir póstar sem eru farnir frá Víkingi frá síðasta tímabili og það eru mögulega fleiri að fara. Þetta verður krefjandi tímabil hjá Víkingum.“ Víkingur fær ÍBV í heimsókn í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira