Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 14:54 Kristólína og Guðmundur segjast vilja vera látin í friði. Vísir/Sigurjón Hjón sem búa í Grindavík tóku fréttum af yfirvofandi eldgosi af mesta jafnaðargeði í morgun. Þau klæddu sig, borðuðu morgunmat og gáfu dýrunum að borða. Þau telja enga hættu á ferð heima hjá sér og neituðu að rýma bæinn í morgun þegar viðbragðsaðilar gáfu skipanir um slíkt. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41
Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03