Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 12:43 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira