Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2025 13:30 Baldur segir ljóst að Bandaríkin muni ekki sætta sig við að önnur ríki geti haft áhrif á varnar- og hernaðaruppbyggingu hérlendis. Stóra spurningin sé hvort Bandaríkjamenn muni vilja ráða för þegar kemur að efnahagsmálum og viðskiptum þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt. „Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur. Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur.
Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25
Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17