Bitin Bachelor stjarna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. mars 2025 08:32 Sean Lowe var hætt kominn í tvígang. Adam Bettcher/Getty Bachelor stjarnan Sean Lowe er á batavegi eftir að hundur hans réðist á hann og beit hann tvisvar á einum sólarhringi illilega á heimili hans fyrr í þessum mánuði. Piparsveinninn fyrrverandi hafði nýlega ættleitt hundinn og segir hann ljóst að eitthvað mikið hafi gengið á í lífi dýrsins. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fjallaði um árás hundsins. Myndefni úr líkamsmyndavélum lögreglumanna á vettvangi sýna hvernig Lowe heldur hundi sínum niðri og hvernig þeir þurfa að koma honum til aðstoðar. Hundurinn ber nafnið Moose og er af boxer tegund. Lowe var aðalmaðurinn í sautjándu seríu af The Bachelor sem kom út árið 2013. Hann útskýrir fyrir ABC sjónvarpsstöðinni að hann hafi verið að grilla fyrir utan heimili sitt rétt fyrir árás hundsins. Reykurinn hafi borist inn á heimilið og reykskynjari hafi farið af stað með þeim afleiðingum að hundurinn hafi tryllst. Sean sagði alla sólarsöguna á Instagram ásamt eiginkonunni og Bachelor sigurvegaranum Catherine Giudici. View this post on Instagram A post shared by Sean Lowe (@seanloweksu) Hann hafi ráðist á hann og bitið hann í höndina og í fótinn. „Á þessum tímapunkti finn ég hann einfaldlega rífa handlegginn minn í sig,“ segir Lowe. Honum hafi blætt mikið en þarna var hann heima með vinum sínum og fjölskyldan víðsfjarri. Þeim hafi tekist að fanga hundinn og læsa hann inni í bakgarðinum. Á meðan leitaði Lowe sér aðstoðar á bráðamótttöku. Innan við sólarhring síðar réðst hundurinn aftur á piparsveinninn fyrrverandi, nú þar sem hann stóð fyrir framan hús sitt. Það var þá sem Lowe skutlaði sér á hundinn og hélt honum niðri þar til viðbragðsaðilar mættu. Lowe hlaut í þetta skiptið djúpan skurð á öðrum handlegg en sauma þurfti fyrir sárin í bæði skiptin. Hann segir að fjölskyldan vilji ekki lóga hundinum þó ljóst sé að hún geti ekki haldið honum lengur á heimili sínu. Sjá má aðkomu lögreglumanna að Lowe í myndbandinu hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fjallaði um árás hundsins. Myndefni úr líkamsmyndavélum lögreglumanna á vettvangi sýna hvernig Lowe heldur hundi sínum niðri og hvernig þeir þurfa að koma honum til aðstoðar. Hundurinn ber nafnið Moose og er af boxer tegund. Lowe var aðalmaðurinn í sautjándu seríu af The Bachelor sem kom út árið 2013. Hann útskýrir fyrir ABC sjónvarpsstöðinni að hann hafi verið að grilla fyrir utan heimili sitt rétt fyrir árás hundsins. Reykurinn hafi borist inn á heimilið og reykskynjari hafi farið af stað með þeim afleiðingum að hundurinn hafi tryllst. Sean sagði alla sólarsöguna á Instagram ásamt eiginkonunni og Bachelor sigurvegaranum Catherine Giudici. View this post on Instagram A post shared by Sean Lowe (@seanloweksu) Hann hafi ráðist á hann og bitið hann í höndina og í fótinn. „Á þessum tímapunkti finn ég hann einfaldlega rífa handlegginn minn í sig,“ segir Lowe. Honum hafi blætt mikið en þarna var hann heima með vinum sínum og fjölskyldan víðsfjarri. Þeim hafi tekist að fanga hundinn og læsa hann inni í bakgarðinum. Á meðan leitaði Lowe sér aðstoðar á bráðamótttöku. Innan við sólarhring síðar réðst hundurinn aftur á piparsveinninn fyrrverandi, nú þar sem hann stóð fyrir framan hús sitt. Það var þá sem Lowe skutlaði sér á hundinn og hélt honum niðri þar til viðbragðsaðilar mættu. Lowe hlaut í þetta skiptið djúpan skurð á öðrum handlegg en sauma þurfti fyrir sárin í bæði skiptin. Hann segir að fjölskyldan vilji ekki lóga hundinum þó ljóst sé að hún geti ekki haldið honum lengur á heimili sínu. Sjá má aðkomu lögreglumanna að Lowe í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira