Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 21:02 Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Ben Curtis Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira