Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 14:13 Carlo Ancelotti hefur aldrei þjálfað landslið á sínum langa og farsæla ferli. getty/Luca Amedeo Bizzarri Brasilíska knattspyrnusambandið hefur mikinn áhuga á að ráða Carlo Ancelotti sem þjálfara landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Brasilía tapaði 4-1 fyrir heimsmeisturum Argentínu í undankeppni HM í vikunni og hefur aðeins unnið sjö af sextán leikjum undir stjórn Dorivals Júnior. Áhugi Brassa á Ancelotti er ekki nýr af nálinni en þeir reyndu að ráða hann 2022 og 2023. Þeir ætla nú að gera aðra tilraun samkvæmt The Athletic. Ancelotti hefur stýrt Real Madrid síðan 2021 og gert meðal annars gert liðið að Evrópumeisturum í tvígang. Nokkrir brasilískir landsliðsmenn leika með Real Madrid, meðal annars Vinícius Júnior. Brasilía hefur aldrei verið með erlendan landsliðsþjálfara en það gæti breyst ef knattspyrnusambandinu tekst að landa hinum margreynda Ancelotti. Þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri með Real Madrid er ekki víst að Ancelotti verði áfram með liðið. Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen, hefur verið orðaður við Real Madrid og átt í viðræðum við félagið samkvæmt The Athletic. Brasilía er í 4. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM. Liðið er sex stigum á undan Venesúela sem er í 7. sætinu, sem fer í umspil, þegar fjórir leikir eru eftir. Það er því allt sem bendir til þess að Brassar verði með á HM á næsta ári eins og þeir hafa verið á öllum hinum 22 heimsmeistaramótunum. Engin þjóð hefur oftar unnið HM en Brasilía, eða fimm sinnum, síðast 2002. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Brasilía tapaði 4-1 fyrir heimsmeisturum Argentínu í undankeppni HM í vikunni og hefur aðeins unnið sjö af sextán leikjum undir stjórn Dorivals Júnior. Áhugi Brassa á Ancelotti er ekki nýr af nálinni en þeir reyndu að ráða hann 2022 og 2023. Þeir ætla nú að gera aðra tilraun samkvæmt The Athletic. Ancelotti hefur stýrt Real Madrid síðan 2021 og gert meðal annars gert liðið að Evrópumeisturum í tvígang. Nokkrir brasilískir landsliðsmenn leika með Real Madrid, meðal annars Vinícius Júnior. Brasilía hefur aldrei verið með erlendan landsliðsþjálfara en það gæti breyst ef knattspyrnusambandinu tekst að landa hinum margreynda Ancelotti. Þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri með Real Madrid er ekki víst að Ancelotti verði áfram með liðið. Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen, hefur verið orðaður við Real Madrid og átt í viðræðum við félagið samkvæmt The Athletic. Brasilía er í 4. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM. Liðið er sex stigum á undan Venesúela sem er í 7. sætinu, sem fer í umspil, þegar fjórir leikir eru eftir. Það er því allt sem bendir til þess að Brassar verði með á HM á næsta ári eins og þeir hafa verið á öllum hinum 22 heimsmeistaramótunum. Engin þjóð hefur oftar unnið HM en Brasilía, eða fimm sinnum, síðast 2002.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira