Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 14:02 Gleðin leyndi sér ekki þegar Ísland tryggði sig inn á EM með sigri gegn Tyrkjum. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir á mótinu. vísir/Anton Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag. Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða.
Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti