Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 07:31 Ingrid Ingebrigtsen er næstyngsta barn Gjerts Ingebrigtsen. Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira