Segist vera orðinn of gamall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2025 11:31 George Clooney með Brad Pitt á rauða dreglinum eftir að kvikmynd þeirra Wolfs var frumsýnd í september á síðasta ári. EPA-EFE/ALLISON DINNER Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira