Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 15:45 Ísland þarf mikinn viðsnúning frá leikjunum við Kósovó til þess að eiga möguleika í undankeppni HM í haust. Þá ætti liðið þó að geta spilað heimaleiki sína á Íslandi. EPA-EFE/Marcial Guillen Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum. Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira