Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 13:44 Bakterían sem veldur berklum séð í gegnum öreindasmásjá. AP/Janice Carr/Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna Berklasmitum á meðal barna fjölgaði um tíu prósent á milli ára í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að grípa þurfi strax til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdómsins sem er ein af helstu dánarorsökum manna á heimsvísu. Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira