Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 23:19 Tollastríð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sett kanadíska pólitík í uppnám. Frjálslyndi flokkurinn hefur hagnast mjög á yfirlýsingum Bandaríkjaforseta á kostnað Íhaldsmanna. Getty Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira