Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2025 11:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að sitja áfram sem þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira