Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 21:30 Grótta náði í stig á Ásvöllum. Vísir/Anton Brink Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu. Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00