Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2025 20:00 Samráðsmál Samskipa og Eimskipa teygir sig meira en fimmtán ár aftur í tímann. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa í úrskurði sínum í dag. Þar er Samskipum gert að greiða 2,3 milljarða króna í ríkissjóð og 100 milljón króna sekt fyrir að brjóta gegn upplýsingaskyldu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að Samskip hafi skotið ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 31. ágúst 2023 til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafist ógildingar hennar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála kvað upp úrskurð sinn í dag og staðfesti að Samskip hafi haft ólögmætt samráð við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Fyrir alvarleg og umfangsmikil brot gegn samkeppnislögum EES-samningsins er Samskipum gert að greiða 2,3 milljarða króna sekt í ríkissjóð sem er lækkun sektar frá upphaflegu 4,2 milljarða sektinni. Fyrir að hafa brotið upplýsingaskyldu fyrirtæksins er Samskipum gert að greiða 100 milljón króna sekt. „Nýtt upphaf“ samráðs fyrirtækjanna Rannsókn á samráði Samskipa og Eimskips hófst í kjölfar húsleitar Samkeppniseftirlitsins hjá fyrirtækjunum haustið 2013 og var önnur húsleit framkvæmd á árinu 2014. Í tilkynningunni segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að fyrirtækin höfðu haft með sér ólögmætt samráð sem þau hafi ákveðið að auka verulega á árinu 2008 „Með það fyrir augum funduðu æðstu stjórnendur fyrirtækjanna í húsakynnum fjárfestingarfélags aðaleiganda Samskipa 6. júní 2008 þar sem þeir ákváðu að hefja umfangsmikið samráðsverkefni sem var nefnt „Nýtt upphaf“ eða „New beginning“,“ segir í tilkynningunni. Í úrskurði áfrýjunarnefndar er því slegið föstu að Samskip hafi brotið gegn samkeppnislögum EES-samningsins með margþættu og langvarandi ólögmætu samráði við Eimskip á rannsóknartímabilinu. „Þar á meðal var um að ræða samráð fyrirtækjanna á árinu 2008 með verkefninu „Nýtt upphaf“ sem hófst í júní 2008 og hafði það að markmiði að raska samkeppni, auk samráðs sem laut að breytingum á siglingakerfi Eimskips sem komu til framkvæmda í lok júlí sama ár,“ segir í tilkynningunni Einnig sé sannað í úrskurðinum að fyrirtækin hafi viðhaft markaðsskiptingu sem fól í sér að þau forðuðust að keppa um mikilvæga viðskiptavini hvors annars, en sú háttsemi stóð yfir á árunum 2009 til 2012. Fyrirtækin hafi einnig haft með sér samráð um verðlagsmálefni og önnur viðkvæm samkeppnismálefni. Þá segir í tilkynningunni að í úrskurði áfrýjunarnefndar komi fram að nánar tiltekið samstarf Samskipa og Eimskips hafi ekki falið í sér brot en „[a]llt að einu er það niðurstaða málsins að staðfesta beri hina kærðu ákvörðun um veigamestu þætti hennar sem áður hefur verið gerð grein fyrir.“ Sektin metin út frá umfangi og tímalengd Við mat á sektum Samskipa segir áfrýjunarnefnd að horfa verði til þess að brot Samskipa „voru umfangsmikil og áttu sér stað á fjögurra og hálfs árs tímabili, sem nær frá júní 2008 til loka árs 2012 svo sem áður greinir. Brotin hafi átt sér stað á þjóðhagslega mikilvægum mörkuðum þar sem áfrýjendur og Eimskip voru í yfirburðastöðu og fákeppni ríkti. Á rannsóknartímabili málsins hafi virði vöruútflutnings numið 29 til 35 prósentum af vergri landsframleiðslu og virði vöruinnflutnings 26 til 30 prósentum. Meginþorri flutninga til og frá landinu er með skipum og því liggi fyrir að „samráð flutningafyrirtækja getur stuðlað að hækkun á flutningskostnaði og þannig valdið neytendum og fyrirtækjum umtalsverðu tjóni og skert samkeppnishæfni,“ segir í tilkynningunni. Alvarleg brot á upplýsingaskyldu Áfrýjunarnefndin telur að brot Samskipa gegn upplýsingaskyldu samkeppnislaga hafi einnig verið alvarleg enda hafi þau verið til þess fallin að hindra rannsókn málsins. Upplýsingaskylda fyrirtækja sé mikilvæg forsenda skilvirkra rannsókna samkeppnisyfirvalda og því brýnt að viðurlög fyrir brot gegn þeirri skyldu hafi varnaðaráhrif „Þætti Eimskips í brotunum lauk með sátt sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á árinu 2021. Með sáttinni viðurkenndi fyrirtækið brot, greiddi stjórnvaldssekt að fjárhæð 1,5 milljarða króna og skuldbatt sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir frekari brot og stuðla að aukinni samkeppni,“ segir í tilkynningunni. Hafna enn öllum ásökunum og ætla að skoða næstu skref Samskip sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðarins. Þar segir að Samskip hafi „frá upphafi hafnað alfarið öllum ásökunum um hvers kyns samráð við Eimskip og með gögnum og rökum svarað ályktunum Samkeppniseftirlitsins, sem settar hafa verið fram án tengsla við gögn málsins og raunveruleg atvik í rekstri skipafélaganna.“ Samskip hafi orðið fyrir miklum kostnaði af málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins, sem staðið hefur yfir frá árinu 2010. Málið og framferði eftirlitsins hafi skaðað ímynd og orðspor Samskipa. „Samskip hafa hins vegar talið mikilvægt að gera allt sem í valdi félagsins stendur til að leiða sannleikann í ljós, þrátt fyrir að slík vegferð sé hvort tveggja í senn tímafrek og kostnaðarsöm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi sex mánuði til að ákveða hvort úrskurður áfrýjunarnefndar verði borinn undir dómstóla. Þá segir að fyrirtækið muni halda áfram málarekstri á hendur Eimskipi vegna „þeirra röngu og tilhæfulausu saka sem Eimskip bar Samskip í sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið í júní 2021.“ Yfirlýsingar Eimskips hafa valdið Samskipum tjóni sem enn sjái ekki fyrir endann á. „Samskip munu næstu daga og vikur yfirfara nánar forsendur úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort málinu verði vísað til dómstóla,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið muni ekki tjá sig frekar um málið fyrr en að þeirri yfirferð lokinni. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að Samskip hafi skotið ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 31. ágúst 2023 til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafist ógildingar hennar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála kvað upp úrskurð sinn í dag og staðfesti að Samskip hafi haft ólögmætt samráð við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Fyrir alvarleg og umfangsmikil brot gegn samkeppnislögum EES-samningsins er Samskipum gert að greiða 2,3 milljarða króna sekt í ríkissjóð sem er lækkun sektar frá upphaflegu 4,2 milljarða sektinni. Fyrir að hafa brotið upplýsingaskyldu fyrirtæksins er Samskipum gert að greiða 100 milljón króna sekt. „Nýtt upphaf“ samráðs fyrirtækjanna Rannsókn á samráði Samskipa og Eimskips hófst í kjölfar húsleitar Samkeppniseftirlitsins hjá fyrirtækjunum haustið 2013 og var önnur húsleit framkvæmd á árinu 2014. Í tilkynningunni segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að fyrirtækin höfðu haft með sér ólögmætt samráð sem þau hafi ákveðið að auka verulega á árinu 2008 „Með það fyrir augum funduðu æðstu stjórnendur fyrirtækjanna í húsakynnum fjárfestingarfélags aðaleiganda Samskipa 6. júní 2008 þar sem þeir ákváðu að hefja umfangsmikið samráðsverkefni sem var nefnt „Nýtt upphaf“ eða „New beginning“,“ segir í tilkynningunni. Í úrskurði áfrýjunarnefndar er því slegið föstu að Samskip hafi brotið gegn samkeppnislögum EES-samningsins með margþættu og langvarandi ólögmætu samráði við Eimskip á rannsóknartímabilinu. „Þar á meðal var um að ræða samráð fyrirtækjanna á árinu 2008 með verkefninu „Nýtt upphaf“ sem hófst í júní 2008 og hafði það að markmiði að raska samkeppni, auk samráðs sem laut að breytingum á siglingakerfi Eimskips sem komu til framkvæmda í lok júlí sama ár,“ segir í tilkynningunni Einnig sé sannað í úrskurðinum að fyrirtækin hafi viðhaft markaðsskiptingu sem fól í sér að þau forðuðust að keppa um mikilvæga viðskiptavini hvors annars, en sú háttsemi stóð yfir á árunum 2009 til 2012. Fyrirtækin hafi einnig haft með sér samráð um verðlagsmálefni og önnur viðkvæm samkeppnismálefni. Þá segir í tilkynningunni að í úrskurði áfrýjunarnefndar komi fram að nánar tiltekið samstarf Samskipa og Eimskips hafi ekki falið í sér brot en „[a]llt að einu er það niðurstaða málsins að staðfesta beri hina kærðu ákvörðun um veigamestu þætti hennar sem áður hefur verið gerð grein fyrir.“ Sektin metin út frá umfangi og tímalengd Við mat á sektum Samskipa segir áfrýjunarnefnd að horfa verði til þess að brot Samskipa „voru umfangsmikil og áttu sér stað á fjögurra og hálfs árs tímabili, sem nær frá júní 2008 til loka árs 2012 svo sem áður greinir. Brotin hafi átt sér stað á þjóðhagslega mikilvægum mörkuðum þar sem áfrýjendur og Eimskip voru í yfirburðastöðu og fákeppni ríkti. Á rannsóknartímabili málsins hafi virði vöruútflutnings numið 29 til 35 prósentum af vergri landsframleiðslu og virði vöruinnflutnings 26 til 30 prósentum. Meginþorri flutninga til og frá landinu er með skipum og því liggi fyrir að „samráð flutningafyrirtækja getur stuðlað að hækkun á flutningskostnaði og þannig valdið neytendum og fyrirtækjum umtalsverðu tjóni og skert samkeppnishæfni,“ segir í tilkynningunni. Alvarleg brot á upplýsingaskyldu Áfrýjunarnefndin telur að brot Samskipa gegn upplýsingaskyldu samkeppnislaga hafi einnig verið alvarleg enda hafi þau verið til þess fallin að hindra rannsókn málsins. Upplýsingaskylda fyrirtækja sé mikilvæg forsenda skilvirkra rannsókna samkeppnisyfirvalda og því brýnt að viðurlög fyrir brot gegn þeirri skyldu hafi varnaðaráhrif „Þætti Eimskips í brotunum lauk með sátt sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á árinu 2021. Með sáttinni viðurkenndi fyrirtækið brot, greiddi stjórnvaldssekt að fjárhæð 1,5 milljarða króna og skuldbatt sig til að grípa til nánar tiltekinna aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir frekari brot og stuðla að aukinni samkeppni,“ segir í tilkynningunni. Hafna enn öllum ásökunum og ætla að skoða næstu skref Samskip sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðarins. Þar segir að Samskip hafi „frá upphafi hafnað alfarið öllum ásökunum um hvers kyns samráð við Eimskip og með gögnum og rökum svarað ályktunum Samkeppniseftirlitsins, sem settar hafa verið fram án tengsla við gögn málsins og raunveruleg atvik í rekstri skipafélaganna.“ Samskip hafi orðið fyrir miklum kostnaði af málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins, sem staðið hefur yfir frá árinu 2010. Málið og framferði eftirlitsins hafi skaðað ímynd og orðspor Samskipa. „Samskip hafa hins vegar talið mikilvægt að gera allt sem í valdi félagsins stendur til að leiða sannleikann í ljós, þrátt fyrir að slík vegferð sé hvort tveggja í senn tímafrek og kostnaðarsöm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi sex mánuði til að ákveða hvort úrskurður áfrýjunarnefndar verði borinn undir dómstóla. Þá segir að fyrirtækið muni halda áfram málarekstri á hendur Eimskipi vegna „þeirra röngu og tilhæfulausu saka sem Eimskip bar Samskip í sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið í júní 2021.“ Yfirlýsingar Eimskips hafa valdið Samskipum tjóni sem enn sjái ekki fyrir endann á. „Samskip munu næstu daga og vikur yfirfara nánar forsendur úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort málinu verði vísað til dómstóla,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið muni ekki tjá sig frekar um málið fyrr en að þeirri yfirferð lokinni.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira