Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2025 08:31 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, mun ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,0 prósent í 7,75 prósent. Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í febrúar voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Í yfirlýsingunni er tekið fram að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina um 25 punkta lækkun. „Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Að sama skapi hefur dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Hátíðnivísbendingar gætu þó bent til þess að neysluútgjöld heimila hafi aukist á ný. Þá mælist enn mikil hækkun launakostnaðar og verðbólguvæntingar eru áfram yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Spáðu 25 punkta lækkun Greiningardeildir bæði Landsbankans og Íslandsbanka spáðu í síðustu viku að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti um 25 punkta í dag. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í spilanum að neðan. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,50% Lán gegn veði til 7 daga 8,50% Innlán bundin í 7 daga 7,75% Viðskiptareikningar 7,50% Peningastefnunefnd tekur næstu ákvörðun um vexti þann 21. maí. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í febrúar voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Í yfirlýsingunni er tekið fram að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina um 25 punkta lækkun. „Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Að sama skapi hefur dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Hátíðnivísbendingar gætu þó bent til þess að neysluútgjöld heimila hafi aukist á ný. Þá mælist enn mikil hækkun launakostnaðar og verðbólguvæntingar eru áfram yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Spáðu 25 punkta lækkun Greiningardeildir bæði Landsbankans og Íslandsbanka spáðu í síðustu viku að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti um 25 punkta í dag. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í spilanum að neðan. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,50% Lán gegn veði til 7 daga 8,50% Innlán bundin í 7 daga 7,75% Viðskiptareikningar 7,50% Peningastefnunefnd tekur næstu ákvörðun um vexti þann 21. maí.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira