Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 08:31 Abdukodir Khusanov brosti þegar hann fékk lyklana að jeppanum. Skjáskot/Twitter Abdukodir Khusanov er hetja í heimalandi sínu Úsbekistan eftir að hafa orðið fyrstur sinnar þjóðar til að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Úsbekistan í vikunni. Khusanov sneri heim til Úsbekistan vegna komandi leikja í undankeppni HM. Þessi 21 árs gamli miðvörður var varla stiginn út úr flugvélinni þegar hann fékk rándýran Mercedes Benz jeppa að gjöf sem Daily Mail segir að kosti á þriðja tug milljóna króna. Khusanov fékk bíllyklana afhenta frá fyrsta þjálfara sínum, Ulugbek Asonboev, og virtist hrærður yfir móttökunum áður en hann settist upp í bílinn og ók af stað. 🇰🇿Kazakh football official Ulugbek Asonboev gifted Mercedes-Benz G-class to Manchester City defender Abdukodir Khusanov 🇺🇿 pic.twitter.com/2SxWgm91iZ— Jalol Akhmedov🇺🇿 (@JalolAkhmedov) March 17, 2025 Manchester City keypti Khusanov frá Lens í Frakklandi fyrir 34 milljónir punda í janúar. Pep Guardiola henti honum strax út í djúpu laugina og hefur Khusanov þegar spilað átta leiki fyrir Englandsmeistarana. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigrinum gegn Leyton Orient í enska bikarnum. Ljóst er að Khusanov er algjör lykilmaður í landsliði Úsbekistan sem berst um að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Liðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir sex umferðir af tíu, með 13 stig, en tvö efstu liðin komast beint á HM. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í 3. sæti með 10 stig og Katar í 4. sæti með sjö stig en Íran er efst með 16 stig. Úsbekistan tekur á móti Kirgistan á morgun og á svo útileik við Íran fimm dögum síðar. Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Khusanov sneri heim til Úsbekistan vegna komandi leikja í undankeppni HM. Þessi 21 árs gamli miðvörður var varla stiginn út úr flugvélinni þegar hann fékk rándýran Mercedes Benz jeppa að gjöf sem Daily Mail segir að kosti á þriðja tug milljóna króna. Khusanov fékk bíllyklana afhenta frá fyrsta þjálfara sínum, Ulugbek Asonboev, og virtist hrærður yfir móttökunum áður en hann settist upp í bílinn og ók af stað. 🇰🇿Kazakh football official Ulugbek Asonboev gifted Mercedes-Benz G-class to Manchester City defender Abdukodir Khusanov 🇺🇿 pic.twitter.com/2SxWgm91iZ— Jalol Akhmedov🇺🇿 (@JalolAkhmedov) March 17, 2025 Manchester City keypti Khusanov frá Lens í Frakklandi fyrir 34 milljónir punda í janúar. Pep Guardiola henti honum strax út í djúpu laugina og hefur Khusanov þegar spilað átta leiki fyrir Englandsmeistarana. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigrinum gegn Leyton Orient í enska bikarnum. Ljóst er að Khusanov er algjör lykilmaður í landsliði Úsbekistan sem berst um að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Liðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir sex umferðir af tíu, með 13 stig, en tvö efstu liðin komast beint á HM. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í 3. sæti með 10 stig og Katar í 4. sæti með sjö stig en Íran er efst með 16 stig. Úsbekistan tekur á móti Kirgistan á morgun og á svo útileik við Íran fimm dögum síðar.
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira