Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 07:13 Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, segir allt líf heilagt og hann muni gera allt í hans valdi til að vernda öll ófædd börn. Getty/Brandon Bell Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof. Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof.
Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira