Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:31 Kiril Lazarov, landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu, var settur í ansi ómanneskjulega stöðu í gær. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Þrátt fyrir þjóðarsorgina sem ríkir í Norður-Makedóníu, eftir að eldsvoði á skemmtistað kostaði að minnsta kosti 59 manns lífið um helgina, neyddist handboltalið þjóðarinnar til þess að spila gegn Slóveníu í gær í undankeppni EM í handbolta. Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust. EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Norður-Makedóníumenn fóru fram á það að leiknum yrði frestað en Handknattleikssamband Evrópu, EHF, féllst ekki á það. Leikmenn þurftu því að spila innan við sólarhring eftir einhverjar mestu hörmungar þjóðarinnar frá því að Norður-Makedónía hlaut sjálfstæði árið 1991. Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu en til viðbótar við þá 59 sem eru látnir þá slösuðust meira en 150 aðrir. Um 1.500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út. Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu, og samkvæmt Reuters hafa tuttugu manns verið handteknir vegna málsins. Mínútu þögn var fyrir leik Norður-Makedóníu við Slóveníu í gær en uppselt var á leikinn sem fram fór í Koper í Slóveníu. Mikill fjöldi stuðningsmanna Norður-Makedóníu var á leiknum og fáni þjóðarinnar áberandi. Leikmenn léku með sorgarbönd til minningar um þá sem létust. Leikurinn sjálfur var hins vegar ekki spennandi og Slóvenía vann stórsigur, 38-27, og eru nú líkt og Íslendingar öruggir um sæti á EM 2026. Norður-Makedónía berst við Litháen og Eistland í síðustu leikjum sínum, um sæti á EM. Dómarar í Zagreb gleymdu að minnast hinna látnu Til stóð að hafa einnig mínútu þögn í Zagreb í gærkvöld, fyrir leik lærisveina Dags Sigurðssonar í Króatíu gegn Tékklandi, til minningar um þá sem létust í brunanum í Norður-Makedóníu. Franskir dómarar leiksins gleymdu sér hins vegar og létu leikinn hefjast. Eftir 37 sekúndur var leikurinn hins vegar stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu látið vel í sér heyra og var þá hægt að gera hlé til að minnast þeirra sem létust.
EM karla í handbolta 2026 Norður-Makedónía Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn