Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 07:47 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ebrahim Rasool, sendiherra Suður-Afríku í Bandaríkjunum. NTB Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi. Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi.
Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira