Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 13:32 Víkingar komust í umspil um sæti í 16-liða úslitum Sambandsdeildar Evrópu og féllu naumlega úr keppni eftir tap gegn Panathinaikos. Getty/Milos Bicanski Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar. Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar. Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Með þeim einstaka árangri sínum að komast áfram úr deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur náðu Víkingar að bæta við nægilega mörgum stigum fyrir Ísland til að koma Bestu deildinni upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA. Það er afar dýrmætt, eins og Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA bendir á í færslu á Twitter, því aðeins efstu 33 löndin fá að senda fulltrúa í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Ísland er í 33. sæti á Evrópulistanum og þar með fyrir ofan mikilvægt strik sem skilar næstu bikarmeisturum í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar.@footrankings Silfurliðið úr Bestu fær að sitja hjá Liðin úr næstu deildum á eftir þeirri íslensku hafa nú öll fallið úr keppni. Ísland er rétt fyrir ofan Bosníu en bosníska liðið Borac féll í gær úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengdan leik gegn Rapid Vín í Austurríki. Þar með getur Bosnía ekki lengur náð Íslandi. Það er því eftir enn meira að sækjast en áður fyrir íslensku liðin á komandi keppnistímabili: Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. Breytingarnar hafa áhrif á Evrópukeppnirnar sem hefjast 2026. Bikarmeistararnir í fyrra, KA-menn, munu sem sagt leika í undankeppni Sambandsdeildarinnar í ár en næstu bikarmeistarar græða á árangrinum sem nú hefur náðst. Það að byrja í undankeppni Evrópudeildar þýðir að næstu bikarmeistarar fá að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, því ef lið falla út í undankeppni Evrópudeildar fara þau í undankeppni Sambandsdeildar. Eins og fram kemur hér að ofan mun silfurliðið í Bestu deildinni í ár einnig græða á árangrinum og sleppa við fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Frábært, algjörlega frábært fyrir íslenskan fótbolta. pic.twitter.com/qMnipMEe1V— saevar petursson (@saevarp) March 13, 2025 Í sumar leika Íslandsmeistarar Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildarinnar (og geta svo færst í undankeppni Evrópudeildar og/eða Sambandsdeildar ef þeir falla úr keppni) en KA, Víkingur og Valur leika í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur og Valur höfnuðu í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar.
Hverju skilar árangur 2025? 1) Íslandsmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar sumarið 2026. 2) Bikarmeistararnir fara í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar sumarið 2026. 3) Liðið í 2. sæti Bestu deildar fer í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. 4) Liðið í 3. sæti Bestu deildar fer í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026. *Ef bikarmeistarar enda í einu af efstu þremur sætum Bestu deildar fer liðið í 4. sæti í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar sumarið 2026.
Evrópudeild UEFA Besta deild karla Mjólkurbikar karla Sambandsdeild Evrópu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira