Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 09:01 Robin Pedersen er í hópi fimm norskra skíðastökkvara sem hafa verið settir í tímabundið bann. ap/Matthias Schrader Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion. Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion.
Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn