Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 18:00 Vel fór á með Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Donald Trump situr á fundi með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Hvíta húsinu þar sem málefni Grænlands bar á góma. Blaðamaður bað hann um að gera betur grein fyrir áætlunum sínum á Grænlandi en áköll Trumps um innlimun hafa orðið síháværari á samfélagsmiðlum, opinberum yfirlýsingum og þegar hann ávarpaði bandarískan þingheim. „Ég held að það verði af því. Ég velti því ekki mjög mikið fyrir mér áður en nú sit ég með manni sem gæti gegnt lykilhlutverki,“ segir Trump og snýr sér að Mark Rutte. „Þú veist, Mark, að við þurfum á þessu að halda fyrir alþjóðaöryggi,“ sagði hann svo og kvaðst hafa áhyggjur af ásælni óvinaþjóða sinna á heimskautasvæðinu. Hann gerði einnig lítið úr tilkalli Danmerkur til Grænlands, sagði það mjög langt frá Danmörku þrátt fyrri að vera hluti þess. „Bát rak þar á land fyrir einhverjum 200 árum síðan. Þeir segjast eiga rétt á því. Ég veit ekki hvort það sé satt. Ég held að það sé það ekki raunar,“ segir Trump þá. Hann segir Bandaríkjaher þegar hafa talsverða viðveru þar og ýjar að því að hún kunni að eflast. „Kannski eigið þið eftir að sjá fleiri og fleiri hermenn fara þangað,“ segir Trump. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Donald Trump situr á fundi með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Hvíta húsinu þar sem málefni Grænlands bar á góma. Blaðamaður bað hann um að gera betur grein fyrir áætlunum sínum á Grænlandi en áköll Trumps um innlimun hafa orðið síháværari á samfélagsmiðlum, opinberum yfirlýsingum og þegar hann ávarpaði bandarískan þingheim. „Ég held að það verði af því. Ég velti því ekki mjög mikið fyrir mér áður en nú sit ég með manni sem gæti gegnt lykilhlutverki,“ segir Trump og snýr sér að Mark Rutte. „Þú veist, Mark, að við þurfum á þessu að halda fyrir alþjóðaöryggi,“ sagði hann svo og kvaðst hafa áhyggjur af ásælni óvinaþjóða sinna á heimskautasvæðinu. Hann gerði einnig lítið úr tilkalli Danmerkur til Grænlands, sagði það mjög langt frá Danmörku þrátt fyrri að vera hluti þess. „Bát rak þar á land fyrir einhverjum 200 árum síðan. Þeir segjast eiga rétt á því. Ég veit ekki hvort það sé satt. Ég held að það sé það ekki raunar,“ segir Trump þá. Hann segir Bandaríkjaher þegar hafa talsverða viðveru þar og ýjar að því að hún kunni að eflast. „Kannski eigið þið eftir að sjá fleiri og fleiri hermenn fara þangað,“ segir Trump.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira