Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:07 Áhrifavaldurinn bandaríski Sam Jones birti og eyddi svo myndbandi af sér taka vambaunga af móður sinni á óþekktum vegi í Ástralíu. Heimamenn eru reiðir vegna atviksins. Skjáskot og AP/Susan Montoya Bryan Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt. Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt.
Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira