Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia. Vísir/Bjarni Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit. Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira